top of page
1507423_879776412078621_2862201829310056

Sækja um

Minningarsjóður Jóns Stefánssonar auglýsir eftir tilnefningum um styrkþega.

Skriflegar tilnefningar skulu sendar á netfangið minningarsjodurjs@gmail.com eigi síðar en 15. febrúar 2020.  Í tilnefningu skulu koma fram:

i. Upplýsingar um umsækjanda sem er tilnefndur; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Helstu atriði úr náms- og starfsferlilsskrá.  

ii. Upplýsingar um þann sem leggur fram tilnefninguna; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Lýsing á tengslum viðkomandi við þann sem er tilnefndur.

ii. Stutt og hnitmiðuð lýsing á hvers vegna umsækjandi er tilnefndur.

iii. Lýsing á því hvernig tilnefningin fellur að markmiðum Minningarsjóðs Jóns Stefánssonar.

iv. Rökstuðningur fyrir upphæð þess styrks sem sótt er um og tímaáætlun verkefnis.

Stjórn sjóðsins mun ákveða upphæð veittra styrkja. 

 

Hámarksupphæð sem hægt er að sækja um er 500.000 kr.  Stefnt er að úthlutun 22. febrúar 2020.

Almennt er miðað við að tilnefndir einstaklingar hafi lokið framhaldsnámi í tónlist og séu að  hefja eða komnir í tónlistarnám á háskólastigi. 

bottom of page