
Sækja um
Minningarsjóður Jóns Stefánssonar auglýsir eftir tilnefningum um styrkþega.
Minningarsjóður Jóns Stefánssonar auglýsir eftir tilnefningum um styrkþega.
Skriflegar tilnefningar skulu sendar á netfangið minningarsjodurjs@gmail.com eigi síðar en 1. maí 2025.
Í tilnefningu skulu koma fram:
i. Upplýsingar um umsækjanda sem er tilnefndur; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Helstu atriði úr náms- og starfsferilsskrá.
ii. Upplýsingar um þann sem leggur fram tilnefninguna; nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang. Lýsing á tengslum viðkomandi við þann sem er tilnefndur.
ii. Stutt og hnitmiðuð lýsing á hvers vegna umsækjandi er tilnefndur.
iii. Lýsing á því hvernig tilnefningin fellur að markmiðum Minningarsjóðs Jóns Stefánssonar.
Almennt er miðað við að tilnefndir einstaklingar hafi lokið framhaldsnámi í tónlist og séu að hefja eða komnir í tónlistarnám á háskólastigi.
Stjórn sjóðsins mun ákveða upphæð veittra styrkja.
Úthlutun verður 22. maí 2025.