top of page

Um sjóðinn

Minningarsjóður Jóns Stefánssonar auglýsir eftir tilnefningum um styrkþega til styrkja úr sjóðnum.  
 

Jón Stefánsson var organisti Langholtskirkju í 50 ár.  Ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur óperusöngkonu, byggði Jón upp öflugt tónlistarlíf í Langholtskirkju þar sem hann stýrði fjölda kóra með söngfólki á öllum aldri. Í starfi sínu lagði Jón Stefánsson megináherslu á tónlistariðkun ungs fólks. 

Minningarsjóður Jóns Stefánssonar var formlega stofnaður í ársbyrjun 2017.  Markmið sjóðsins er að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og styrkja önnur verkefni sem stjórn sjóðsins metur að falli að hugsjónum Jóns Stefánssonar. Þessi verkefni geta verið af ýmsum toga og er það stjórnar stjóðsins að velja verkefni eftir reglum sjóðsins á hverjum tíma. 

Almennt er miðað við að tilnefndir einstaklingar hafi lokið framhaldsnámi í tónlist og séu að  hefja eða komnir í tónlistarnám á háskólastigi. 

Framlög - Hægt er að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á bankareikning 0133-15-10085, kennitala 610218-0750.

Kammerkór-Langholtskirkju.jpg
bottom of page