top of page
Jón Stefánsson

Jón Stefánsson organisti var stórt númer í starfsemi Langholtskirkju í Reykjavík í rúma hálfa öld. Þar lék hann óþreytandi við athafnir, stofnaði kóra og stjórnaði þeim.

Jón Stefánsson var fæddur 5. júlí 1946. Að loknu barna- og unglingaskólanámi í Mývatnssveit hóf Jón framhaldsnám sem var svolítið öðruvísi en venjulegt var þar sem tónlistin skipaði orðið fyrsta sæti í huga hans. Árið 1959 hóf Jón nám í Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar. Kennarar hans voru dr. Páll Ísólfsson, dr. Róbert Abraham Ottósson og fleiri.  Árið 1961 lauk Jónsi Laugaskóla og hélt áfram námi í Tónlistarskólanum í Reykjavík um haustið. Árið 1963 lauk hann gagnfræðaprófi frá Hagaskóla og fyrra ári tónmenntakennaradeildar. Þennan vetur var hann alls 62 tíma í skóla í viku hverri. Veittist honum námið auðvelt og m.a dúxaði hann á gagnfræðaprófinu í Hagaskóla. Þarna lærði hann að skipuleggja tíma sinn. Árið varð mikill áhrifavaldur í lífi Jóns og ekki síður safnaðar Langholtskirkju því þá var hann fastráðinn organisti við kirkjuna en hafði áður spilað í forföllum Helga Þorlákssonar. Árið eftir lauk hann tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík..

 

Jón kvæntist Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, óperusöngkonu 3. ágúst 1968. Hún er fædd 20. febrúar 1949.
 

Haustið 1965 hélt Jón til München til frekara náms. Þar var hann m.a. nemandi Karls Richters  þess fræga organleikara og stjórnanda. Þar var hann til vors 1966 og ljóst að Richter hefur haft mikil áhrif á ungan tónlistarmann komandi ofan af Íslandi. 

Árið 1976 héldu þau hjón til Vínar. Hún í söngnám hjá Helenu Karusso en hann í organleik hjá m.a prófessor Michael Radulescu. 

Á þessum grunni þróaði Jón söngstarf við Langholtskirkju, varð brautryðjandi fyrir bættum messusöng og setti upp kórskóla og starfrækti á tíma átta kóra. Þessi breyting leyfði honum að flytja þjóðinni flest stórverk kirkjutónbókmenntanna. Þau hjón voru barnlaus en engu að síður umvafin börnum alla daga. Starf Jóns með börnum og unglingum á öllum aldri, innan íslensku kirkjunnar, verður aldrei fullþakkað og kórarnir hans munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. 

1966217_10203602113079685_1510662250_o.j
1526187_10202829481840873_184106802_n.jp
10400759_34016053893_6363_n.jpg
10372578_10152326113222211_8770687105210
278059_3666648018892_903200283_o.jpg
bottom of page